Erlent

Felipe Calderon næsti forseti Mexíkó

Felipe Calderon
Felipe Calderon MYND/AP
Nú þegar búið er að telja yfir nítíu og átta prósent atkvæða í forsetakosningunum í Mexíkó er ljóst að frambjóðandi hægrimanna Felipe Calderon hefur tryggt sér nauman meirihluta. Kosningarnar fóru fram á sunnudaginn var og endurtelja þurfti atkvæðin. Felipe Calderon fór jafnframt með sigur af hólmi eftir að atkvæði höfðu fyrst verið talin. Frambjóðandi vinstrimanna, Andres Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi vinstrimanna, ætlar ekki að sætta sig við úrslitin og segjist ætla að láta ákveðinn kjördómstól fara yfir þau. Endanleg úrslit liggja því jafnvel ekki fyrir fyrr en í september. Lopez Orbador hefur skorað á stuðningsmenn sína að fjölmenna á mótmælafund í Mexíkóborg á laugardaginn og sýna þannig stuðning við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×