Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Úr kauphöllinni í Japan.
Úr kauphöllinni í Japan. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan vegna ótta fjárfesta um yfirvofandi hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. Gengi bréfanna hefur ekki verið lægra síðan í nóvember á síðasta ári.

Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,8 prósent í kjölfar þess að fjárfestar á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum losuðu sig við hlutabréf sína eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lýsti yfir áhyggjum af yfirvofandi hækkun verðbólgu en það eykur hættuna á þrengingum í bandarísku efnahagslífi.

Gengi hlutabréfa á mörkuðum í Lundúnum í Bretlandi og í Frankfurt í Þýskalandi hækkuðu hins vegar lítillega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×