Tónlist

Lög á léttum nótum

Þórunn Guðmundsdóttir syngur eigin jólalög á tónleikum á morgun.
Þórunn Guðmundsdóttir syngur eigin jólalög á tónleikum á morgun.

Þórunn Guðmundsdóttir syngur eigin jólalög undir yfirskriftinni Það besta við jólin í tónleikaröðinni 15:15 í Norræna húsinu á morgun. Einnig munu félagar úr leikfélaginu Hugleik flytja leikþáttinn Ein lítil jólasaga og jólasöngleikinn Mikið fyrir börn eftir Þórunni.

Listakonan fjölhæfa gaf út jólalagadiskinn Það besta við jólin með lögum sínum og textum í fyrra og flytur hún nokkur þeirra í bland við nýsmíðar á tónleikunum.

Mörg laganna eru á léttum nótum og fjalla um allt það skrautlega lið sem tengist jólunum. Ástin kemur við sögu, en þarna birtast einnig dekkri hliðar jólanna og jafnvel gráglettinn húmor þar sem frekjudósir fá makleg málagjöld.

Með Þórunni leika valinkunnir tónlistarmenn, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Gunnar Hrafnsson, bassaleikari.

Tónleikarnir hefjast að sjálfsögðu kl. 15.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.