Erlent

Ákvörðun Abbas kölluð valdarán

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur boðað til þing- og forsetakosninga í þeirri von að þar með verði endi bundinn á valdabaráttu stríðandi fylkinga á heimastjórnarsvæðunum. Leiðtogar Hamas eru æfir yfir ákvörðuninni og kalla hana valdarán.

Alger upplausn hefur ríkt á heimastjórnarsvæðun

Hamas-samtökin sem sigruðu í þingkosningum fyrr á þessu ári hafa brugðist hart við ákvörðun forsetans og jafnvel gengið svo langt að kalla hana valdarán. Leiðtogar samtakanna segjast munu sniðganga kosningarnar.

Til átaka kom svo síðdegis á milli stuðningsmanna Fatah og Hamas. Sex særðust í þeim skærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×