Innlent

Jákvæðar viðræður um Hatton Rockall

Í gær fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um Hatton Rockall-málið, en öll þessi ríki gera tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á svæðinu.

Að sögn Tómasar Heiðar, þjóðréttarfræðings voru viðræðurnar jákvæðar og hefur annar fundur þegar verið boðaður í febrúar. Þar á sérstaklega að ræða leiðir til skiptingar svæðisins. Sú staðreynd að annar fundur fari fram svo fljótlega þykir benda til að loksins sé farið að þokast í samkomulagsátt um stöðu svæðisins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×