Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu 16. ágúst 2006 18:52 Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira