Innlent

Þingeyrarflugvöllur vígður

Þingeyrarflugvöllur, sem hefur verið endurbyggður, verður vígður 19. ágúst af Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra.

Áætlunarflug til Þingeyrar lagðist af árið 1996, en völlurinn hefur verið varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll einkum þegar ekki hefur verið hægt á lenda á Ísafirði vegna veðurs. Talið er að á hverju ári frestist um 70-80 flugferðir til Ísafjarðar, vegna veðurs. Með tilkomu endurbyggðs Þingeyrarflugvallar ætti sú tala að lækka umtalsvert þar sem Fokkervél Flugfélags Íslands getur nú lent á flugvellinum og tekið á loft með sama flugtaksþunga og á Ísafirði.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinu en framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í júní á síðasta ári. Flugbrautin hefur verið lengd upp í 1200 metra með öryggissvæðum í fullri breidd. Bundið slitlag hefur einnig verið lag á brautina ásamt flugvélahlaði og bílastæðum. Sett voru upp flugbrautar- og akbrautarljós ásamt aðflugsljósum ásamt leifturljósum. Hæðahindrunarljós verða sett upp næstu dögum sem eru nauðsynleg vegna aðflugs og brottflugs frá flugvellinum. Tvær veðurstöðvar eru á flugvellinum og tengjast þær flugturninum á Þingeyri og Ísafirði

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×