Innlent

Jón Ásgeir boðaður í yfirheyrslu

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var boðaður í yfirheyrslu hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í morgun. Málið tengist endurálagningu á Jón Ásgeir fyrir tveimur árum í kjölfar húsleitar skattrannsóknarstjóra í höfuðstöðvum Baugs.



Engar upplýsingar hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra um málið en taslmenn Baugs telja að þessi skýrslutaka sé angi af deilu um skattalegt mati á eignum sem runnu inní Baug við stofnun árið 1998.

Fyrir þremur árum gerði skattrannsóknarstjóri húsleit hjá Baugi og í árslok 2004 var Jóni Ásgeiri gert að greiða 66 milljónir króna í endurálagningu. Hann vildi ekki una þessari niðustöðu, greiddi þó fjárhæðina en kærði ákvörðunina til yfirskattanefndar. Þar er málið enn í vinnslu og undrast menn í herbúðum Baugs að blásið sé til rannsóknar hjá Efnahagsbrotadeild þegar málið er ekki fullagreitt hjá yfirskattanefnd. Jafnframt gætir undrunar yfir því að Jón HB Snorrason skuli fara með þetta mál hjá efnahagsbrotadeild með vísan til þess að hann sagði sig frá ákærumálum gegn Baugi í fjársvikamálunum þegar Hæstiréttur vísaði veigamestu ákæruliðinum frá í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×