Síminn ætlar að breyta verði á símtölum til Íslands, úr farsímum, í næsta mánuði. Viðskiptavinir Símans greiða þá 137 króna tengigjald í upphafi en eftir það 11 krónur á mínútuna sem er innanlandstaxti.
Þessi taxti mun gilda í 20 löndum auk Íslands en símtöl frá þessum löndum nema tæplega 80% af öllum GSM símtölum Íslendinga frá útlöndum.
Með þessum hætti geta viðskiptavinir Símans sem staddir eru í Þýskalandi sparað allt að 43 % og viðskiptavinir í Bretlandi um 66% ef miðað er við þriggja mínútna símtal." segir Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.