Innlent

Öllum fuglum fargað í Húsdýragarðinum

Börn skoða kalkún í húsdýragarðinum. Engin hætta er að fólk hafi smitast af heimsókn í garðinn.
Börn skoða kalkún í húsdýragarðinum. Engin hætta er að fólk hafi smitast af heimsókn í garðinn. MYND/Gunnar V. Andrésson

Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað, vegna hættu á fuglaflensu. Alls eru þetta sextíu og sex fuglar. Tveir fálkar og einn haförn fá þó að halda lífi, enda talið ólíklegt að í þeim finnist smit.

Tíu sýni úr hænsnum voru tekin í garðinum og reyndust fjögur þeirra jákvæð vegna mótefna gegn vægum tegundum af fuglaflensu af H5 stofni. Ekkert bendir til að um sé að ræða hið skæða afbrigði H5 N1.

Landbúnaðarráðuneytið vill taka skýrt fram að engin merki eru um veikindi í fuglunum og fólki sem heimsótt hefur garðinn að undanförnu hefur ekki stafað nein hætta af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×