Í kvöld klukkan 19:15 kemur í ljós hvort það verða ÍR-ingar eða Haukar sem verða síðasta liðið til að tryggja sér sæti 8-liða úrslitunum í Powerade bikarnum í körfubolta, en keppnin hófst í gær með þremur leikjum. Keppt var með breyttu sniði í ár og aðeins tólf lið tóku þátt. Átta liða úrslitin í keppninni hefjast svo með látum á morgun þegar Njarðvíkingar taka á móti Hamri/Selfoss í Njarðvík klukkan 19:15.
Í gær fóru fram eftirtaldir leikir. Grindavík lagði Þór Þorlákshöfn 80-74, Snæfell tapaði fyrir Tindastól 83-90 og Hamar/Selfoss lagði Fjölni á útivelli 84-74.
Eins og áður sagði eru línurnar nokkuð að skýrast í keppninni, en í kvöld kemur í ljós hvort það verða ÍR-ingar eða Haukamenn sem sækja Skallagrím heim í 8-liða úrslitunum á sunnudaginn.
UMFN - Hamar/Selfoss í Njarðvík á morgun kl. 19:15
Keflavík - Tindastóll í Keflavík á sunnudag kl. 19:15
Skallagrímur - ÍR/Haukar í Borgarnesi á sunnudag kl. 19:15
KR - UMFG í DHL-höllinni á sunnudag kl. 16:00
Eftir þessa törn kemur í ljós hvaða lið mætast í undanúrslitum sem fara fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 5.október, en möguleikarnir eru þessir:
UMFN/Hamar Selfoss - KR/UMFG kl. 19:00 í Laugardalshöll
Keflavík/Tindastóll - Skallagrímur/ÍR/Haukar kl. 21:00 í Laugardalshöll
Úrslitaleikur fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 7.október kl. 16:00