Erlent

Of mikil tilfinningasemi varðandi hvalveiðar

MYND/Vísir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali við Reuters fréttaveituna í morgun að hvalveiðar Íslendinga væru ekki ógn við lífríki sjávar og að alþjóðleg viðbrögð einkenndust af of mikilli tilfinningasemi.

Íslendingar hafa verið harðlega gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir að leyfa hvalveiðarnar en Valgerður sagði að engin af þeim hvalategundum sem væru veiddar væru í útrýmingarhættu. Hún tók einnig fram að veiðarnar brytu engin alþjóðalög þar sem sótt hefði verið um undanþágu frá Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Varðandi útflutning á hvalkjötinu sagði Valgerður hvalveiðimenn vera að vinna í þeim málum.

Spurð um hlutverk Alþjóðahvalveiðiráðsins sagði Valgerður að henni líkaði ekki stefna þess. Hún sagði ennfremur að það þyrfti að einbeita sér að vísindum og verða síður tilfinningalegt.

Valgerður er í fimm daga heimsókn í Japan um þessar mundir og mun hitta utanríkisráðherra Japans síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×