Erlent

Lugovoi mun tala við breska lögregluþjóna

Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko.
Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. MYND/AP

Andrei Lugovoi, lykilvitni í morðinu á rússneska fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko, mun hitta breska lögreglumenn í dag en frá þessu skýrði rússneska ITAR-Tass fréttastofan í dag.

Lugovoi fór þrisvar til London í mánuðinum áður en Litvinenko dó og hitti hann fjórum sinnum. Hann segir að Litvinenko hafi haft samband við sig með einhver viðskipti í huga og þeir hefðu farið að hittast eftir það.

Lugovoi er einn af þeim mönnum sem hittu Litvinenko daginn sem hann veiktist. Sjálfstæður herfræðingur, Pavel Felgengauer, sagði morðið hefði verið gríðarlega vel skipulagt og greinilega framið af stórum samtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×