Erlent

Pervez býður fram sáttahönd

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. MYND/AP

Pervez Musharraf, forseti Pakistan, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til þess að gefa upp á bátinn allar kröfur til hins umdeilda héraðs Kasmír ef Indland myndi gjalda í sömu mynt og leyfa svæði í Himalaya fjöllum, sem Pakistan og Indland hafa lengi deilt um, að öðlast sjálfsstjórnarrétt.

Indverskir íbúar Kasmír fögnuðu þessu og þetta virðist líka sýna aukinn sáttahug Musharraf í deilunni en löndin tvö hafa háð tvö stríð vegna héraðsins. Indlandsstjórn var ekki búin að svara þessu tilboði Musharrafs en búist er við viðbrögðum þeirra á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×