Erlent

Ísraelar treysta ekki þjóðstjórn Palestínumanna

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. MYND/AP

Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, sagði í dag að þjóðstjórn í Palestínu myndi engu áorka auk þess sem hún væri frekar miðuð að því að fá pening þeim til handa en að vinna að friðsamlegri lausn deilunnar við Ísrael.

Peres sagði að Hamas samtökin myndu nýta sér Fatah samtök Mahmoud Abbas til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í ræðu í síðustu viku að Ísraelar væri tilbúnir til þess að ræða friðarmál ef þjóðstjórn yrði mynduð í Palestínu, hún hafna ofbeldi og viðurkenna vopnahléssamninga sem þegar hafa verið gerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×