Farsímanotkun talin skaðlaus 6. desember 2006 19:30 Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. Allt frá því að farsímar komu fram á sjónarsviðið hafa menn deilt um hættuna sem fylgir noktun þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um háskann sem getur fylgt farsímanotkun undir stýri enda er hún bönnuð með lögum. En áhyggjur fólks hafa líka beinst að þeirri staðreynd að símarnir senda frá sér öflugar rafsegulbylgjur sem smjúga í gegnum heilann, líkt og þessar hér. Stóra spurningin er, geta þær valdið krabbameini eða öðrum alvarlegum sjúkdómum? Þetta vildu vísindamennirnir við Krabbameinsstofnun Danmerkur kanna og til þess gerðu þeir rannsókn sem náði til allra farsímanotenda í Danmörku hvorki meira né minna, alls 420.000 manns. Sumir höfðu notað símann í hartnær tvo áratugi og því ætti vænn skammtur af rafsegulbylgjum að hafa farið í gegnum höfuðið á þeim. Þegar fjöldi krabbameinstilfella hjá farsímanotendum var borinn saman við afganginn af þjóðinni kom dálítið merkilegt í ljós. Munurinn var ekki marktækur og raunar mældist tíðni krabbameins örlítið LÆGRI hjá þeim sem nota síma en hinum sem gera það ekki. Vísindamennirnir hafa samt þann fyrirvara á að í rannsókninni ekki er gerður greinarmunur á stórnotendum á sviði farsímaskrafs og þeirra sem tala minna í símann og því er ekki útilokað að tíðnin sé hærri í þeim hópi. Formælandi rannsóknarinnar sagði niðurstöðurnar bæði áreiðanlegar og jákvæðar í viðtali við Reuters-fréttastofuna í dag, sem var vitaskuld tekið í gegnum farsíma. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. Allt frá því að farsímar komu fram á sjónarsviðið hafa menn deilt um hættuna sem fylgir noktun þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um háskann sem getur fylgt farsímanotkun undir stýri enda er hún bönnuð með lögum. En áhyggjur fólks hafa líka beinst að þeirri staðreynd að símarnir senda frá sér öflugar rafsegulbylgjur sem smjúga í gegnum heilann, líkt og þessar hér. Stóra spurningin er, geta þær valdið krabbameini eða öðrum alvarlegum sjúkdómum? Þetta vildu vísindamennirnir við Krabbameinsstofnun Danmerkur kanna og til þess gerðu þeir rannsókn sem náði til allra farsímanotenda í Danmörku hvorki meira né minna, alls 420.000 manns. Sumir höfðu notað símann í hartnær tvo áratugi og því ætti vænn skammtur af rafsegulbylgjum að hafa farið í gegnum höfuðið á þeim. Þegar fjöldi krabbameinstilfella hjá farsímanotendum var borinn saman við afganginn af þjóðinni kom dálítið merkilegt í ljós. Munurinn var ekki marktækur og raunar mældist tíðni krabbameins örlítið LÆGRI hjá þeim sem nota síma en hinum sem gera það ekki. Vísindamennirnir hafa samt þann fyrirvara á að í rannsókninni ekki er gerður greinarmunur á stórnotendum á sviði farsímaskrafs og þeirra sem tala minna í símann og því er ekki útilokað að tíðnin sé hærri í þeim hópi. Formælandi rannsóknarinnar sagði niðurstöðurnar bæði áreiðanlegar og jákvæðar í viðtali við Reuters-fréttastofuna í dag, sem var vitaskuld tekið í gegnum farsíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira