Aðgerðir en ekki orð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. desember 2006 05:00 Við sem erum komin á miðjan aldur og höfum vel bærileg laun gerum okkur ef til vill ekki næga grein fyrir aðstöðu margra sem ekki ná þeim lífsgæðum sem við hin þekkjum. Margir ráðamenn, t.d. alþingismenn, hafa sýnilega ekki fullnægjandi áhyggjur af stöðu þessa fólks. Deilt er um á Alþingi og víðar hvort fátækt fólk sé til á Íslandi, hversu fátækt það sé, hver margir skuli teljast fátækir og hvernig skilgreina skuli fátækt. Þessa árangurslitlu umræð má rekja allt aftur til kreppuáranna. Svo virðist sem einstök dæmi um halloka fólk hristi upp í deyfðinni sem í raun einkennir aðgerðir gegn fátækt á Íslandi. Jafnan dugar það ekki til breytinga. Mest af þessu á þó að vera hafið yfir deilur og ekki á að þurfa margar og viðamiklar rannsóknir til að raunveruleikinn verði ljós. Það á heldur ekki að þola neinum að gera lítið úr fátækt, reyna að dylja hana eða „útskýra burt“ með muldri um leti, almenn lífsgæði, ónóga hæfileika sumra, sjálfskipaða ógæfu eða með öðru viðlíka sem stundum heyrist frá fólki með völd. Samhjálp var ekki fundin upp vegna ólíkra hæfileika fólks heldur af því að flest okkar höfum jákvæðar og mennskar kenndir og viljum mannlega reisn; höfum kosið að lifa í samfélagi; viljum flest lágmarksjöfnuð. Í raun þekkja flestir dæmi um fáránleg lífsskilyrði fólks í einu auðugasta ríki heims. Við vitum flest af öryrkjum sem þurfa að búa og lifa fyrir langt innan við 100.000 krónur á mánuði, gamalt fólk með strípuð ellilaun sem rétt duga fyrir vistunarkostnaði og brýnustu nauðsynjum, barnahjón sem verða að lifa af vel innan við 200.000 krónum á mánuði að öllu meðtöldu eða einstæða foreldra með undir eða rétt yfir 100.000 krónur. Flestir vita hver húsaleiga er í landinu, að það kostar um 70.000 kr. á mánuði að skulda 10 milljónir í húsnæðislánakerfinu, að samgöngur og sími meðalfjölskyldu kosta ekki undir einhverjum tugum þúsunda á mánuði og að sama fjölskylda þarfnast tugþúsunda króna mánaðarlega til matar. Og hvað er þá eftir að borga? Heilmargt með litlu sem engu. Hvað er að? Mörg atriðanna eru öllum kunn. Laun ófaglærðra eru of lág. Hreyfing launafólks bitlítil. Vinnutími er of langur. Kynjajafnrétti slakt. Skattleysismörk of lág. Skattakerfið miskunnarlaust við láglaunafólk, öryrkja, þorra eftirlaunafólks og við ófáa sjúka. Tekjutenging bóta röng á köflum. Flestar grunnbætur allt of lágar. Úrræði vélræn en ekki nógu einstaklingsbundin. Þannig mætti lengi telja. Tekna til úrbóta má afla á marga vegu, einkum þó með því að forgangsraða öðru vísi en gert er enda ekki um gríðarmiklar krónutölur að ræða. Vissulega milljarða en ekki mjög marga. Nú er tækifæri til að ganga á hólm við lágmarkslaun innan við 100.000 kr. eða fátækt 7% íslenskra barna eða ofsköttun meirihluta aldraðra eða lögverndaða fjárkúgun á borð við þá sem sker 391.000 af 400.000 viðbótarsparnaði bótaþega. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn, ella skili menn auðum seðli í kjörkassann. Ég er tilbúinn til þess. Litlu breytir þótt einn flokkur leggi fram lausnir. Hér á landi eru samsteypustjórnir regla í stjórnmálunum. Þetta er áskorun. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Við sem erum komin á miðjan aldur og höfum vel bærileg laun gerum okkur ef til vill ekki næga grein fyrir aðstöðu margra sem ekki ná þeim lífsgæðum sem við hin þekkjum. Margir ráðamenn, t.d. alþingismenn, hafa sýnilega ekki fullnægjandi áhyggjur af stöðu þessa fólks. Deilt er um á Alþingi og víðar hvort fátækt fólk sé til á Íslandi, hversu fátækt það sé, hver margir skuli teljast fátækir og hvernig skilgreina skuli fátækt. Þessa árangurslitlu umræð má rekja allt aftur til kreppuáranna. Svo virðist sem einstök dæmi um halloka fólk hristi upp í deyfðinni sem í raun einkennir aðgerðir gegn fátækt á Íslandi. Jafnan dugar það ekki til breytinga. Mest af þessu á þó að vera hafið yfir deilur og ekki á að þurfa margar og viðamiklar rannsóknir til að raunveruleikinn verði ljós. Það á heldur ekki að þola neinum að gera lítið úr fátækt, reyna að dylja hana eða „útskýra burt“ með muldri um leti, almenn lífsgæði, ónóga hæfileika sumra, sjálfskipaða ógæfu eða með öðru viðlíka sem stundum heyrist frá fólki með völd. Samhjálp var ekki fundin upp vegna ólíkra hæfileika fólks heldur af því að flest okkar höfum jákvæðar og mennskar kenndir og viljum mannlega reisn; höfum kosið að lifa í samfélagi; viljum flest lágmarksjöfnuð. Í raun þekkja flestir dæmi um fáránleg lífsskilyrði fólks í einu auðugasta ríki heims. Við vitum flest af öryrkjum sem þurfa að búa og lifa fyrir langt innan við 100.000 krónur á mánuði, gamalt fólk með strípuð ellilaun sem rétt duga fyrir vistunarkostnaði og brýnustu nauðsynjum, barnahjón sem verða að lifa af vel innan við 200.000 krónum á mánuði að öllu meðtöldu eða einstæða foreldra með undir eða rétt yfir 100.000 krónur. Flestir vita hver húsaleiga er í landinu, að það kostar um 70.000 kr. á mánuði að skulda 10 milljónir í húsnæðislánakerfinu, að samgöngur og sími meðalfjölskyldu kosta ekki undir einhverjum tugum þúsunda á mánuði og að sama fjölskylda þarfnast tugþúsunda króna mánaðarlega til matar. Og hvað er þá eftir að borga? Heilmargt með litlu sem engu. Hvað er að? Mörg atriðanna eru öllum kunn. Laun ófaglærðra eru of lág. Hreyfing launafólks bitlítil. Vinnutími er of langur. Kynjajafnrétti slakt. Skattleysismörk of lág. Skattakerfið miskunnarlaust við láglaunafólk, öryrkja, þorra eftirlaunafólks og við ófáa sjúka. Tekjutenging bóta röng á köflum. Flestar grunnbætur allt of lágar. Úrræði vélræn en ekki nógu einstaklingsbundin. Þannig mætti lengi telja. Tekna til úrbóta má afla á marga vegu, einkum þó með því að forgangsraða öðru vísi en gert er enda ekki um gríðarmiklar krónutölur að ræða. Vissulega milljarða en ekki mjög marga. Nú er tækifæri til að ganga á hólm við lágmarkslaun innan við 100.000 kr. eða fátækt 7% íslenskra barna eða ofsköttun meirihluta aldraðra eða lögverndaða fjárkúgun á borð við þá sem sker 391.000 af 400.000 viðbótarsparnaði bótaþega. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn, ella skili menn auðum seðli í kjörkassann. Ég er tilbúinn til þess. Litlu breytir þótt einn flokkur leggi fram lausnir. Hér á landi eru samsteypustjórnir regla í stjórnmálunum. Þetta er áskorun. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun