Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag og hefur lokagengi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki mælst hærra í fimm og hálft ár.

Hlutabréfavísitalan hækkaði um 273.65 punkta, 1,6 prósent, og endaði í 17.333,31 stigi, sem er hæsta lokagildi hennar síðan 12. júlí árið 2000.

Ástæða hækkunarinnar er könnun Seðlabanka Japans, sem sýndi góða afkomu fyrirtækja í landinu á fyrsta ársfjórðungi 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×