Rauði krossinn hefur stöðvað starfsemi sína á Gaza svæðinu um óákveðin tíma þar sem tveimur starfsmönnum hans var rænt í dag en talsmaður Rauða krossins í Mið-Austurlöndum skýrði frá þessu fyrir stuttu. Unnu mennirnir fyrir ítalska Rauða krossinn.
Talsmaðurinn sagði þó að Rauði krossinn myndi halda áfram starfsemi á Gaza svæðinu en aðeins á skrifstofum sínum og myndu eingöngu fara út úr húsi í brýnustu neyðartilvikum.