Sport

Við hefðum átt að vinna stærra

Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson

Sven-Göran Eriksson, landliðsþjálfari Englendinga, var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Trinidad í kvöld, en sagðist hafa viljað fá fleiri mörk. Sigur enska liðsins þýðir að það hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

"Við fengum fullt af marktækifærum á fyrstu 80 mínútunum sem við vorum óheppnir að nýta ekki. Trinidad varðist alltaf með átta eða níu mönnum, svo það var eðlilega erfitt að brjóta þá niður. Þeir sýndu aga og skipulagðan leik, en við sýndum líka þolinmæði og áttum skilið að vinna.

Bæði mörkin okkar voru frábær, en ég hefði þegið fleiri mörk. Nú eru það bara Svíarnir næst og það væri gaman að vinna þá í Cologne, enda er langt síðan við höfum unnið Svía," sagði Eriksson, sem sjáfur er sænskur eins og flestir vita.

Eriksson tók líka fram að það hefði verið ánægjulegt að sjá Wayne Rooney á fullri ferð á ný, en hann spilaði síðasta hálftímann í leiknum. "Þó hann hafi ekki skorað, var frábært að sjá hann spila aftur. Það er gott að hann skuli vera kominn aftur og hann hafði mjög gott af þessum mínútum sem hann fékk til að komast aftur í leikform. Hann var auðvitað ekki 100% í leiknum, en það væri enginn sem ekki hefur spilað í sex vikur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×