Þögn er sama og samþykki 15. júlí 2006 00:01 Drykkja barna og ungmenna er svartur blettur á samfélagi okkar. Því miður hefur unglingadrykkja orðið fylgifiskur sumarhátíða þar sem fólk kemur saman til að gleðjast. Á árum áður voru slíkar hátíðir einkum haldnar um verslunarmannahelgi en síðari ár hefur þeim bæjarfélögum fjölgað sem efna til hátíða af mismunandi tilefni. Markmið þessara hátíða eru, auk þess að veita fjármagni inn í byggðarlögin, að vera hápunktur sumarsins í hverju byggðarlagi og vettvangur brottfluttra til að koma saman á fornum slóðum. Unglingadrykkja er leiður fylgifiskur þessara sumarhátíða. Undantekning er að ekki fylgi fréttum af, að öðru leyti vel heppnuðum hátíðahöldum, að mikil ölvun hafi verið og ekki bara ölvun fullorðinna heldur einnig barna. Ölvun úr hófi er vitanlega alltaf til vansa en ölvun barna og unglinga er ótæk og á aldrei að líðast, hverjar sem ytri aðstæður eru. Ábyrgð á börnum liggur vitanlega fyrst og fremst hjá foreldrum þeirra. Það er á ábyrgð foreldra að leyfa eða leyfa ekki börnum sínum að fara í eftirlitslausar ferðir á sumarhátíðir. Í raun má segja að foreldri sem leyfir barni sínu að fara í slíka ferð gangist ekki við þeirri ábyrgð sem allir foreldrar takast á hendur þegar þeir fá barn sitt í hendur í fyrsta sinn. Hins vegar verða þeir sem ábyrgir eru fyrir sumarhátíðum, hvort heldur sem er í bæjarfélögum eða annars staðar, að bregðast við unglingadrykkjunni þegar þeir standa frammi fyrir því ástandi. Það er óforsvaranlegt að bregðast ekki með afdráttarlausum hætti við ölvuðu barni með því að hafa umsvifalaust samband við foreldra þess og svo barnaverndaryfirvöld ef foreldrar hyggjast ekki bregðast strax við. Í því sambandi má benda á hvernig Akureyringar unnu með markvissum hætti gegn unglingadrykkjunni á árlegri hátíð um verslunarmannahelgi. Með því að líta framhjá unglingadrykkju og aðhafast ekkert, svo framarlega sem börnin fara sér ekki að voða eða skaða aðra, er verið að samþykkja að unglingadrykkja eigi sér stað. Sem betur fer hefur afstaðan í samfélaginu til áfengisneyslu barna undir lögaldri breyst síðan það tíðkaðist að kynslóðirnar drykkju saman á böllum frá því að fermingunni hafði verið tyllt á blessuð börnin. Allar rannsóknir sýna að því yngra sem fólk er þegar það byrjar að neyta áfengis, því hættara er því við að áfengisneysla verði því til trafala á lífsleiðinni. Einnig er vitað að neysla áfengis og annarra vímuefna skaðar því meira uppbyggingu sjálfsmyndar sem neyslan hefst fyrr. Auk þess er það þekkt staðreynd að leiðin inn í heim fíkniefna liggur nánast undantekningalaust í gegnum áfengið. Foreldrar verða að líta í eigin barm og horfast í augu við ábyrgð sína á börnunum. Hver og einn verður að taka sjálfstæða ábyrgð á sínu barni. Sömuleiðis verður samfélagið í heild, og þá eru þeir sem gangast fyrir sumarhátíðum vítt og breitt um landið ekki undanskildir, að taka höndum saman um að hafna unglingadrykkju með afgerandi hætti. Meðan þegjandi samkomulag ríkir um að skella skollaeyrum við þessu vandamáli og varpa ábyrgðinni á milli sín verður unglingadrykkjan ekki upprætt. Drykkja barna á aldrei að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Drykkja barna og ungmenna er svartur blettur á samfélagi okkar. Því miður hefur unglingadrykkja orðið fylgifiskur sumarhátíða þar sem fólk kemur saman til að gleðjast. Á árum áður voru slíkar hátíðir einkum haldnar um verslunarmannahelgi en síðari ár hefur þeim bæjarfélögum fjölgað sem efna til hátíða af mismunandi tilefni. Markmið þessara hátíða eru, auk þess að veita fjármagni inn í byggðarlögin, að vera hápunktur sumarsins í hverju byggðarlagi og vettvangur brottfluttra til að koma saman á fornum slóðum. Unglingadrykkja er leiður fylgifiskur þessara sumarhátíða. Undantekning er að ekki fylgi fréttum af, að öðru leyti vel heppnuðum hátíðahöldum, að mikil ölvun hafi verið og ekki bara ölvun fullorðinna heldur einnig barna. Ölvun úr hófi er vitanlega alltaf til vansa en ölvun barna og unglinga er ótæk og á aldrei að líðast, hverjar sem ytri aðstæður eru. Ábyrgð á börnum liggur vitanlega fyrst og fremst hjá foreldrum þeirra. Það er á ábyrgð foreldra að leyfa eða leyfa ekki börnum sínum að fara í eftirlitslausar ferðir á sumarhátíðir. Í raun má segja að foreldri sem leyfir barni sínu að fara í slíka ferð gangist ekki við þeirri ábyrgð sem allir foreldrar takast á hendur þegar þeir fá barn sitt í hendur í fyrsta sinn. Hins vegar verða þeir sem ábyrgir eru fyrir sumarhátíðum, hvort heldur sem er í bæjarfélögum eða annars staðar, að bregðast við unglingadrykkjunni þegar þeir standa frammi fyrir því ástandi. Það er óforsvaranlegt að bregðast ekki með afdráttarlausum hætti við ölvuðu barni með því að hafa umsvifalaust samband við foreldra þess og svo barnaverndaryfirvöld ef foreldrar hyggjast ekki bregðast strax við. Í því sambandi má benda á hvernig Akureyringar unnu með markvissum hætti gegn unglingadrykkjunni á árlegri hátíð um verslunarmannahelgi. Með því að líta framhjá unglingadrykkju og aðhafast ekkert, svo framarlega sem börnin fara sér ekki að voða eða skaða aðra, er verið að samþykkja að unglingadrykkja eigi sér stað. Sem betur fer hefur afstaðan í samfélaginu til áfengisneyslu barna undir lögaldri breyst síðan það tíðkaðist að kynslóðirnar drykkju saman á böllum frá því að fermingunni hafði verið tyllt á blessuð börnin. Allar rannsóknir sýna að því yngra sem fólk er þegar það byrjar að neyta áfengis, því hættara er því við að áfengisneysla verði því til trafala á lífsleiðinni. Einnig er vitað að neysla áfengis og annarra vímuefna skaðar því meira uppbyggingu sjálfsmyndar sem neyslan hefst fyrr. Auk þess er það þekkt staðreynd að leiðin inn í heim fíkniefna liggur nánast undantekningalaust í gegnum áfengið. Foreldrar verða að líta í eigin barm og horfast í augu við ábyrgð sína á börnunum. Hver og einn verður að taka sjálfstæða ábyrgð á sínu barni. Sömuleiðis verður samfélagið í heild, og þá eru þeir sem gangast fyrir sumarhátíðum vítt og breitt um landið ekki undanskildir, að taka höndum saman um að hafna unglingadrykkju með afgerandi hætti. Meðan þegjandi samkomulag ríkir um að skella skollaeyrum við þessu vandamáli og varpa ábyrgðinni á milli sín verður unglingadrykkjan ekki upprætt. Drykkja barna á aldrei að líðast.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun