Erlent

Hizbollah-liðar þurfa að hætta árásum sínum til að friður komist á

George W. Bush og Laura Bush að snæðingi með Vladimir og Lyudmila Pútín í gærkvöldi
George W. Bush og Laura Bush að snæðingi með Vladimir og Lyudmila Pútín í gærkvöldi MYND/AP
Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims fer nú fram í Pétursborg í Rússlandi. Sameiginlegum blaðamannafundi George Bush, Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútíns Rússlandsforseta lauk fyrir stundu en þar ræddu þeir um mikilvægi þess að berjast saman gegn hryðjuverkaógninni og átökin milli Ísraela og Hizbollah. Bush sagði nauðsynlegt að Hizbollah hætti árásum á Ísrael, öðruvísi myndi friður ekki komast á og sagði Pútín skilja áhyggjur Bush og Ísraela. Fyrir fundinn ræddi Bush við Pútín á einkafundi um ástand mannréttindamála í Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×