Erlent

Leki í stýris- og bremsubúnaði Discovery

Mike Fossum geimfari gerir við ferjuna. Myndin var tekin á miðvikudaginn.
Mike Fossum geimfari gerir við ferjuna. Myndin var tekin á miðvikudaginn.

Geimfarar Discovery hafa fundið leka frá aflgjafa stýris- og bremsubúnaðar geimflaugarinnar. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum en starfsmenn NASA ganga út frá því að um eldfimt efni sé að ræða.

Geimfarar geimferjunnar Discovery fóru frá Alþjóðlegu geimstöðinni í morgun en þar hafa þeir dvalið síðustu þrettán daga. Einn geimfaranna varð þó eftir í geimstöðinni og mun hann dvelja þar næstu sex mánuði við viðhald og eftirlit. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir ferðina hafa gengið mjög vel og að allar prófanir hafi skilað góðum árangri.

Lekinn er þó áhyggjuefni og verður ekki hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum. Starfsmenn NASA ganga þó út frá því að um eldfimt efni sé að ræða. Þeir hafa því tekið þá ákvörðun að slökkva á aflgjafanum í fyrramálið til að kanna hvort lekinn haldi áfram. Geri hann það mun hugsanlega reynast nauðsynlegt að slökkva á búnaðinum áður en geimferjan fer inn í gufuhvolf fjarðar. Annar slíkur búnaður er um borð í ferjunni og á hann að nægja til lendingar. Geimferju hefur hins vegar aldrei verið lent við slíkar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×