Innlent

Exista skráð í Kauphöllina

MYND/Stefán

Fjármálafyrirtækið Exista hf. var skráð á aðallista Kauphallarinnar nú klukkan tíu þegar markaðir opnuðu. Þetta er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina. Nemur virði félagsins miðað við útboðsgengi um 230 milljörðum króna við skráningu.

Félagið starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista jafnframt kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum.Segir í tilkynningu vegna skráningarinnar að markmið félagsins sé að nýta fjárhagslegan styrk sinn til frekari uppbyggingar hér á landi og erlendis. Hluthafar félagsins eru um 7.500 eftir útboð til almennings og fagfjárfesta á undanförnum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×