Viðskipti innlent

Mesta verðbólgan á Íslandi

Verðbólga innan EES-ríkjanna er mest hér á landi.
Verðbólga innan EES-ríkjanna er mest hér á landi.

Samræmd vísitala neysluverðs hér á landi hækkaði um 0,4 prósent í ágúst frá fyrri mánuði. Til samanburðar hækkaði verðlag í EES-ríkjunum að meðaltali um 0,2 prósent. Sé litið til síðastliðinna 12 mánaða hækkaði vísitalan um 7,1 prósent hér á landi en um 2,3 prósent innan EES og á evrusvæðinu.

Greiningardeild KB banka segir í Hálffimm fréttum í dag að munur á 12 mánaða verðbólgu á Íslandi og í EES-ríkjunum aukist enn og hafi ekki verið meiri síðan í apríl 2002. Ísland njóti nú þess vafasama heiðurs að tróna á toppi listans yfir þau ríki Evrópu sem búa við mesta verðbólgu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×