Erlent

Mikil bráðnun jökla

Hvítabirnir eru að drukkna og nýjar eyjar að koma í ljós undan ísnum á Norður-Heimskautinu, eftir mikla bráðnun jökla í sumar.

Rune Bergstrom, umhverfisráðunautur fylkisstjórans á Svalbarða, sagði að í eftirlitsferð austan við Svalbarða, nýlega, hafi þeir rekist á tvo hvítabirni í sjónum. Annar þeirra hafi verið dauður, og hinn að niðurlotum kominn. Bergstrom segir að ísinn hafi bráðnað undan dýrunum og þau syndi um ráðvillt þar til þau örmagnist og drukkni. Bergstrom sagði einnig að þeir hefðu í leiðangrinum séð þrjár nýjar eyjar, sem ísinn hafi bráðnað ofan af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×