Bandaríski herinn kveður í dag 30. september 2006 12:02 Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira