Kosningabaráttan hafin 10. desember 2006 18:11 Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. Það eru fimm mánuðir til kosninga og þingfundur í gær bar þess merki. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á um skattabreytingar og hverjum þær kæmu helst til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fimm mánuðum fyrir kosningar, eftir 12 ára setu þá ákveði ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu. "Þessi ríkisstjórn sem er mesta hægristjórn sem hér hefur setið, frjálshyggjustjórn sem er í hópi þeirra skæðustu sem setið hafa á Vesturlöndum." Sæunn Stefánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ekki sátt við þessa lýsingu. "Ef við förum yfir verkefni þessarar ríkisstjórnar frá 1998 þá er það nú þannig að okkur hefur tekist að auka hér útgjöld til heilbrigðismála að raungildi um 50%, til félagsmála og almannatrygginga um 45%, til menntamála um 60% og háskólastigsins eins og sér 80%. Að þessu leyti má segja að þetta hafi verið velferðarstjórn." Og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna var líka kominn í kosningaham. "Það er rangt hjá þeim sem eru hingað komnir til að monta sig af skattalækkanapólitík að þeir standi fyrir þau gildi sem við gerum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði." Pétur Blöndal lýsti ánægju sinni með verk stjórnarinnar. "Hæstvirt ríkisstjórn hefur með risaskrefum afnumið skatta á síðasta kjörtímabili. Ég minni á afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatta, lækkun skatta á hagnað fyrirtækja, erfðafjárskattinn og svo framvegis." Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. Það eru fimm mánuðir til kosninga og þingfundur í gær bar þess merki. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á um skattabreytingar og hverjum þær kæmu helst til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fimm mánuðum fyrir kosningar, eftir 12 ára setu þá ákveði ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu. "Þessi ríkisstjórn sem er mesta hægristjórn sem hér hefur setið, frjálshyggjustjórn sem er í hópi þeirra skæðustu sem setið hafa á Vesturlöndum." Sæunn Stefánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ekki sátt við þessa lýsingu. "Ef við förum yfir verkefni þessarar ríkisstjórnar frá 1998 þá er það nú þannig að okkur hefur tekist að auka hér útgjöld til heilbrigðismála að raungildi um 50%, til félagsmála og almannatrygginga um 45%, til menntamála um 60% og háskólastigsins eins og sér 80%. Að þessu leyti má segja að þetta hafi verið velferðarstjórn." Og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna var líka kominn í kosningaham. "Það er rangt hjá þeim sem eru hingað komnir til að monta sig af skattalækkanapólitík að þeir standi fyrir þau gildi sem við gerum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði." Pétur Blöndal lýsti ánægju sinni með verk stjórnarinnar. "Hæstvirt ríkisstjórn hefur með risaskrefum afnumið skatta á síðasta kjörtímabili. Ég minni á afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatta, lækkun skatta á hagnað fyrirtækja, erfðafjárskattinn og svo framvegis."
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira