Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu 26. júlí 2006 03:30 Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur. Innlent Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur.
Innlent Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira