Stækkun sem dugar til 2016 26. júlí 2006 07:45 Ný uppgönguleið um laufskálann Meðal breytinga sem þegar hafa verið teknar í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ný leið frá innritunarsal upp á aðra hæð norðurbyggingarinnar. Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér. Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér.
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira