Innlent

Mikið um kjarrelda í Noregi

Mynd/NRK-Scanpix

Sjaldan ef aldrei hafa kviknað jafn margir kjarreldar í Noregi líkt og á þessu ári samkvæmt frétt á fréttavef norska ríkissjónvarpinu. Fara þarf allt aftur til ársins 1976 til að finna svipaðar tölur yfir fjölda kjarrelda en þó hafa fleiri eldar kviknað í ár og mun stærra svæði hefur brunnið. Veðurfarið er talin ein helsta orsök eldanna. Úrkoma hefur víða verið lítil það sem af er sumri en á sumum svæðum hefur verið þrisvar sinnum minni úrkoma í júlí en fyrri ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×