Arsenal er yfir 1-0 gegn Barcelona þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Það var Sol Campbell sem skoraði markið sem skilur liðin að á 37. mínútu, en Arsenal hefur leikið manni færra frá 19. mínútu þegar Jens Lehmann var vikið af leikvelli.
