Viðskipti innlent

Nýir eigendur greiddu út einn milljarð í arð.

Jarðboranir högnuðust um 402 milljónir. króna.
Jarðboranir högnuðust um 402 milljónir. króna.

Jarðboranir, sem voru yfirteknar af Atorku Group fyrr á árinu, skiluðu 402 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við þrjú hundruð milljónir króna í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 746 milljónir króna sem er 35 prósenta aukning á milli ára. Velta Jarðborana jókst um 23 prósent á fyrri hluta ársins. Félagið greiddi einn milljarð í arð til Atorku sem skýrir lækkun eigin fjár úr þremur milljörðum króna um áramótin í 2,4 milljarða í lok júní.

Forsvarsmenn Jarðborana segja að verkefnastaða félagsins sé góð, jafnt innanlands sem utanlands. Í júlí kom borinn Drillmec HH-200S til landsins sem kostaði átta hundruð milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×