Viðskipti innlent

Þrjú ráðin til Tryggja

Atli Ísleifsson skrifar
Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson og Gunnar Freyr Róbertsson.
Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson og Gunnar Freyr Róbertsson.

Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson og Gunnar Freyr Róbertsson hafa öll verið ráðin til tryggingmiðlunarfyrirtækisins Tryggja og munu gegna þar lykilhlutverkum.

Í tilkynningu segir að Ingunn Ósk hafi tekið við umsjón með tjónadeild og regluvörslu félagsins.

„Hún kemur til Tryggja með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði lögfræði og vátrygginga. Hún starfaði áður sem lögmaður hjá Inkasso. Með ráðningu Ingunnar mun Tryggja styrkja tjónadeildina og tryggja að regluvörsluferlar séu í hæsta gæðaflokki.

Smári Freyr Jóhannsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði hjá Tryggja. Smári kemur til fyrirtækisins frá Verði þar sem hann hefur öðlast víðtæka reynslu og þekkingu á sviði vátrygginga. Með yfirgripsmikla reynslu sína og fagmennsku mun Smári koma inná fyrirtækjasvið Tryggja með það að markmiði að efla þjónustu við fyrirtæki og tryggja að þau fái þá vernd og kjör sem þau þurfa.

Gunnar Freyr Róbertsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri einstaklingstrygginga hjá Tryggja. Gunnar kemur til fyrirtækisins frá Nova, en hann hefur áralanga reynslu af sölu vátrygginga hjá Sjóvá. Með djúpa þekkingu sína á vátryggingamarkaðnum og framúrskarandi hæfileika í sölu mun Gunnar leiða sölu einstaklingstrygginga hjá Tryggja og tryggja að viðskiptavinir fái persónulega og faglega þjónustu.,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×