Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 13:28 Kona heldur á poka með niðrandi slagorðinu um rússneska herskipið Moskvu við bakka árinnar Dnjepr í Kænugarði. Vísir/Getty Evrópskur dómstóll hafnaði umsókn úkraínska landamæraeftirlitsins um að skrá svívirðingar um rússneskt herskip sem vörumerki í dag. Svívirðingarnar hafa orðið að nokkurs konar þjóðarslagorði í Úkraínu í stríðinu gegn Rússum. Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira