Innlent

Vilja aðgang að textasamanburði

MYND/GVA

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að fá aðgang og afrit af textasamanburði iðnaðarráðuneytisins á athugasemdum Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings og öðrum athugasemdum sem bárust ráðuneytinu við matskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun.

Þetta kemur fram í bréfi sem samtökin sendu iðnaðarráðherra í dag. Í fréttum hér á NFS í gær sagði Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, að textasamanburður hefði leitt í ljós að ekkert nýtt hefði komið fram í athugasemdum Gríms. Samtökin krefjast þess að Iðnaðarráðherra svari því hvenær slíkar textarannsóknir fóru fram og að ráðherra flýti afgreiðslu beiðninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×