Innlent

Valgerður neitaði að mæta Steingrími

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins.
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins. Mynd/Vísir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra neitaði að mæta Steingrími J. Sigfússyni í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Þetta kemur fram í opnu bréfi Páls Magnússar útvarpsstjóra til Steingríms J. Sigfússonar alþingingismanns, sem gerði athugasemdir við Kastljósþátt í fyrrakvöld. Steingrímur og Valgerður voru bæði boðuð í viðtal í þáttinn til að skiptast á skoðunum um greinagerð Gríms Björnssonar og meðferð Valgerðar um málið í tíð hennar sem iðnaðarráðherra. Valgerður neitaði að mæta Steingrími í þættinum og því var boð hans afturkallað. Útvarpsstjóri fól Þórhalli Gunnarssyni, ritstjóra Kastljóssins, að svara opinberu bréfi Steingríms. Í því kemur einnig fram að umsjónarmenn þáttarins ákváðu að ræða við Valgerði eina enda telja þeir sig hafa alla burði til að veita þeim sem í viðtal koma málefnalegt og nauðsynlegt viðnám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×