Innlent

Þurfa að farga 300 tonnum af laxi

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn.  Margglytturnar bárust með sterkum hafstraumi í kvíarnar þar sem þær festust. Fálmarar þeirra slitnuðu við það af þeim og komust inn í kvíarnar þar sem þeir brenndu fiskinn. Því þarf að slátra honum til að lágmarka tjónið.Um 20-30 manns hafa unnið hörðum höndum við slátrunina. Um 25 þúsund löxum hefur þegar verið slátrað

--

 

Þetta í annað skipti í sex ára sögu fyrirtækisins sem marglytta kemst í kvíarnar hjá Sæsilfri. Til stóð að hætta rekstri fyrirtækisins árið 2008 en hætt við þar sem ríkisstjórnin ákvað að bæta rekstrarumhverfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×