Erlent

Fjárframlög vegna flóðbylgjunnar rannsökuð

Bandaríkin og sex Evrópulönd hafa þrýst á Tælendinga að rannsaka hvort fjárframlög sem fara áttu til að bera kennsl á lík eftir flóðbylgjuna fyrir nær tveimur árum, hafi verið misnotuð, en um var að ræða framlög til viðamestu réttarlæknisrannsókn allra tíma.

Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Samkvæmt upplýsingum sem Tailenska dagblaðið Nation hefur eftir diplomata mun meira en helmingi þeirra hundrað milljóna íslenskra króna, sem fengust í verkefnið, hafa verið sóað og falið undir öðrum kostnaðarliðum.

Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Samkvæmt upplýsingum sem Tailenska dagblaðið Nation hefur eftir ríkiserindreka mun meira en helmingi þeirra hundrað milljóna íslenskra króna, sem fengust í verkefnið, hafa verið sóað og falið undir öðrum kostnaðarliðum.

Fjármagnið átti að fara í að bera kennsl á yfir sex þúsund lík og var stærsta réttarlæknisrannsókn allra tíma, en bæði Taílendingar og erlendir sérfræðingar unnu að rannsókninni. Tailenska lögreglan tók síðan við verkefninu í janúar, eftir að erlendu sérfræðingarnir luku sínu starfi.

Samkvæmt dagblaðinu þrýsta löndin sjö á yfirmann lögreglunnar í Taílandi að ráða sjálfstætt endurskoðunarfyrirtæki til að fara yfir notkun á fjármagninu.

Fyrr í þessum mánuði voru 110 óeinkennd lík grafin í kirkjugarði í Phang Nga í suður Tailandi. Á sjötta þúsund manns létust í Taílandi í flóðbylgjunni, en helmingur þeirra voru útlendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×