Innlent

Reyna á að dæla olíunni úr Wilson Muuga á morgun

Reyna á að dæla olíunni úr flutningaskipinu Wilson Muuga á morgun en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Veður hefur hamlað því að hægt hafi verið að dæla olíunni úr skipinu.

Lögreglumenn vöktuðu skipið í dag og hafði það þá lítið hreyfst frá því í gær. Einhver olía hefur lekið úr skipinu, þar sem botntankar þess eru skaddaðir, en ekki hafa þó sést merki þess að olían hafi náð upp í fjöru heldur hefur sjórinn náð að brjóta hana niður. Um tuttugu tíma tekur að setja upp nauðsynlegan búnað til að dæla olíunni úr skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×