Innlent

Nítíu þúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni

Níutíu þúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni á Menningarnótt í Reykjavík í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talið er að flestir hafi haldið heim á leið að flugeldasýningunni lokinni en að um fimmtán þúsund hafi orðið eftir í miðbænum. Övun var nokkuð mikil eða með svipuðum hætti og á síðasta ári. Mikið var um riskingar og höfðu sjúkraflutningamenn í nógu að snúast við að flytja fólk með skurði og skrámur á slysadeild. Engin slasaðist þó alvarlega. Mest var að gera hjá lögregunni á milli klukkan tólf og fjögur í nótt og voru áttatíu lögreglumenn á vakt þegar mest var. Varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík þakkar mikilli löggæslu að engar alvarlegar árásir hafi orðið í nótt. Á áttunda og níunda tímanum í morgun var lögreglan að hirða upp þá síðustu sem höfðu sofnað hér og þar um bæinn sökum ölvunar. Þá flutti lögreglan tuttugu ungmenni í foreldrahúsið í Vonarstæti þangað sem forráðamenn voru fengnir til að sækja þau og fóru þau síðustu heim klukkan fimm í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×