Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs 20. ágúst 2006 03:15 Jón Sigurðsson segir meginatriðin í stefnu Framsóknarflokksins í hans formannstíð vera að ná jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram að efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. Siv Friðleifsdóttir segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í kosningunni. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn." Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn."
Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira