Sport

Stoke selt

Stuðningsmenn Stoke mótmæla hér í ágúst 1999 í leik gegn Millwall í ensku 2. deildinni. Í kjölfarið keyptu Íslendingarnir félagið og Guðjón Þórðarson tók við liðinu og kom því upp í 1. deild.
Stuðningsmenn Stoke mótmæla hér í ágúst 1999 í leik gegn Millwall í ensku 2. deildinni. Í kjölfarið keyptu Íslendingarnir félagið og Guðjón Þórðarson tók við liðinu og kom því upp í 1. deild.

Í gær samþykktu íslensku fjárfestarnir í enska knattspyrnuliðinu Stoke City að selja félagið breska kaupsýslumanninum Peter Coates. Peter Coates var hæstráðandi hjá Stoke á árunum 1985-1999 þegar hópur íslenskra fjárfesta keypti hluti hans í félaginu. Eftir kaupin hélt Coates sæti sínu í stjórninni.

Í sameiginlegri yfirlýsingu kaupanda og seljenda í gærkvöldi segir að gengið verði frá kaupunum á næstu tveimur vikum. Í nokkurn tíma hefur það legið ljóst fyrir að íslensku fjárfestarnir hyggðust selja hlut sinn í félaginu. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð á fótboltaliðinu en Peter Coates bauð 5 milljónir punda eða 666 milljónir króna auk þess sem hann ætlaði að yfirtaka skuld upp á svipaða fjárhæð. Þá var í kauptilboðinu ákvæði um tveggja milljóna punda greiðslu tækist Stoke að komast upp í úrvalsdeildina á næstu þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×