Baráttan innan Samfylkingar Björn Ingi Hrafnsson skrifar 5. september 2006 05:15 Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis. Þar með getur enginn sakað hana um að fara fram gegn einhverjum einum þingmanni eða þingkonu í prófkjörinu, því hún var fyrst fram á sviðið og slíkar tímasetningar geta einmitt ráðið úrslitum í heimi stjórnmálanna. Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjörinu og það þýðir að hún ætlar sér 2. sætið á öðrum framboðslistanum hjá flokknum í borginni. Við skulum því gefa okkur að hún telji öruggt að fyrir framan sig á listanum verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem enn sem fyrr er talin ógnarsterk í prófkjörum. Samfylkingin fékk átta þingmenn í borginni í síðustu alþingiskosningum, fjóra í hvoru kjördæmi og telja fæstir að útkoman verði svo góð næsta vor. Er fremur talið líklegt að fimm til sjö þingmenn náist og það þýðir að ansi þröngt verður um marga núverandi þingmenn, t.d. Mörð Árnason, Helga Hjörvar, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að ekki sé minnst á núverandi varaformann Samfylkingarinnar Ágúst Ólaf Ágústsson sem satt að segja gæti átt í verulegum vandræðum með að ná kjöri á eigin flokkslista, hvað þá aftur inn á þing. Spurningin er líka hvort Steinunn Valdís verði sú eina sem geri tilkall inn á lista Samfylkingarinnar. Hvað mun t.d. Stefán Jón Hafstein gera? Eiríkur Bergmann Einarsson, Kristrún Heimisdóttir og Árni Páll Árnason munu víst líka vera að hugsa sinn gang og ég teldi reyndar að Árni Páll myndi vera Samfylkingunni geysilegur liðsauki. En ekkert af þessu fólki er ný stærð í pólitík eða óvænt stjarna, eins og margir Samfylkingarmenn vilja tefla fram. Leitin að slíkri stærð stendur því áfram yfir og þess vegna mun enn þrengja að þingmönnum og þingkonum á næstu dögum og vikum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar