Viðskipti erlent

Spá minni hagvexti í Brasilíu

Hagvöxtur í Brasilíu var minni en búist var við vegna HM í knattspyrnu.
Hagvöxtur í Brasilíu var minni en búist var við vegna HM í knattspyrnu. Mynd/AFP

Hagfræðingar á vegum Seðlabanka Brasilíu reikna með 3,2 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári í endurskoðaðri hagvaxtarspá sinni.

Minni hagvöxtur í Brasilíu en vonir stóðu til skrifast á HM í knattspyrnu en fjölmörg fyrirtæki í landinu gáfu starfsmönnum frí til að fylgjast með útsendingum frá leikjum landsliðs Brasilíu í keppninni í júní.

Landsframleiðsla í Brasilíu , sem er stærsta hagkerfi Suður-Ameríku, jókst um 1,2 prósent á öðrum fjórðungi ársins en það er 0,7 prósentustigum undir væntingum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×