Lífið

Þjóðarátak fyrir Magna

Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag.

Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna.

Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp.

Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi.

Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu.

Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.