Innlent

Ungmenni leita til AFLs

Að undanförnu hafa fjölmörg ungmenni á Austurlandi leitað til AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, vegna svokallaðs jafnaðarkaups sem þeir fá greitt.

Samkvæmt upplýsingum frá AFLi er hugtakið jafnaðarkaup hvergi að finna í kjarasamningum og mun starfsfólk félagsins nú fara yfir tímaskýrslur og kanna hvort samningar hafi verið brotnir.

Flest ungmennin sem leituðu til AFLs starfa í söluturnum og á bensínstöðvum á svæðinu en á þessum stöðum er unnin kvöld- og helgarvinna og því ljóst að starfsfólkið vinnur verulega yfirvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×