Öngþveiti á flugvöllum á Englandi 10. ágúst 2006 12:17 Bresk og bandarísk yfirvöld upplýstu í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp farþegavélar á leið milli landanna. Ekki er flogið til Bretlands sem stendur og óvíst hvenær það verður hægt á ný. Algjört öngþveiti ríkir á flugvöllum þar í landi. Breska lögreglan upplýsti í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir ráðabrugg hryðjuverkamanna um að sprengja í loft allt að tíu flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Smygla átti sprengjum í fljótandi formi um borð í vélarnar með handfarangri farþega. Tuttugu og einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins sem hefur verið í rannsókn í nokkurn tíma. Lögregla leitar nú gagna í húsum í Lundúnum og Birmingham. Bandarísk yfirvöld greindu síðan frá því að komið hefði verið í veg fyrir sprengjutilræði í flugvélum þriggja bandarískra flugfélaga, United, American og Continental Airlines. Bandarísk og bresk yfirvöld færðu viðbúnað sinn á hæsta stig í morgun og er bannað að taka með sér handfarangur um borð í vélar sem fara frá Bretlandi, aðeins leyfist að taka með sér veski og vegabréf. Bandarísk yfirvöld hafa bannað farþegum að taka með sér drykkjarföng, hársprey og annað þvíumlíkt um borð í vélar sem fara þaðan. Öryggisgæsla á breskum og bandarískum flugvöllum hefur verið hert til muna og má búast við töfum á flugi í dag og næstu daga. Mikið öngþveiti er nú á Heathrow flugvelli og hafa stjórnendur hans beðið farþega að halda sig heima um sinn ef hægt sé. Engar vélar lenda þar sem stendur. Lokað hefur verið fyrir flug til og frá Gatwick flugvelli og bíða um tvö þúsund farþegar í röð eftir afgreiðslu á Stansted flugvelli. Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Bresk og bandarísk yfirvöld upplýstu í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp farþegavélar á leið milli landanna. Ekki er flogið til Bretlands sem stendur og óvíst hvenær það verður hægt á ný. Algjört öngþveiti ríkir á flugvöllum þar í landi. Breska lögreglan upplýsti í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir ráðabrugg hryðjuverkamanna um að sprengja í loft allt að tíu flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Smygla átti sprengjum í fljótandi formi um borð í vélarnar með handfarangri farþega. Tuttugu og einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins sem hefur verið í rannsókn í nokkurn tíma. Lögregla leitar nú gagna í húsum í Lundúnum og Birmingham. Bandarísk yfirvöld greindu síðan frá því að komið hefði verið í veg fyrir sprengjutilræði í flugvélum þriggja bandarískra flugfélaga, United, American og Continental Airlines. Bandarísk og bresk yfirvöld færðu viðbúnað sinn á hæsta stig í morgun og er bannað að taka með sér handfarangur um borð í vélar sem fara frá Bretlandi, aðeins leyfist að taka með sér veski og vegabréf. Bandarísk yfirvöld hafa bannað farþegum að taka með sér drykkjarföng, hársprey og annað þvíumlíkt um borð í vélar sem fara þaðan. Öryggisgæsla á breskum og bandarískum flugvöllum hefur verið hert til muna og má búast við töfum á flugi í dag og næstu daga. Mikið öngþveiti er nú á Heathrow flugvelli og hafa stjórnendur hans beðið farþega að halda sig heima um sinn ef hægt sé. Engar vélar lenda þar sem stendur. Lokað hefur verið fyrir flug til og frá Gatwick flugvelli og bíða um tvö þúsund farþegar í röð eftir afgreiðslu á Stansted flugvelli.
Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira