Vill samkeppni um starfsfólk upp að vissu marki 10. janúar 2006 07:30 Flosi Eiríksson. MYND/Pjetur Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi vill samkeppni milli sveitarfélaganna um starfsfólk upp að vissu marki til þess að binda enda á það sem hann kallar láglaunastefnu í gegnum samninga Launanefndar sveitarfélaganna. Samfylkingin í Kópavogi efndi í gær til opins fundar um leikskólamál bæjarins en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur á fimmta tug starfsmanna sagt upp eftir áramót vegna óánægju með kjör sín. Þá hefur í allt haust gengið erfiðlega að manna allrar stöður á leikskólunum líkt og í nágrannasveitarfélögunum. Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir brýnt að leysa leikskólavandann sem fyrst og hann telur að tími heildarsamninga hjá L aunanefnd sveitarfélaga sé á enda. Hann segir launasamninga launanefndarinnar allherjarsamninga, bæði lágmarks- og hámarkssamninga. Hann sé þeirrar skoðunar að bæjarmeirihlutinn í Kópavogi hafi túlkað þá samninga eins þröngt og hann geti og borgi eins lítið kaup og hann komist af með miðað við samningana. Þá verði samningarnir í raun láglaunasamningar. Flosi telur að Kópavogur eigi að beita sér fyrir því að samningur launanefndarinnar verði rammasamningur og það megi borga hærra kaup eða umbuna starfsmönnum með öðrum hætti án þess að það sé brot á samningnum. Aðspurður hvort hann sé að leggja til að það verði samkeppni milli sveitarfélaganna um fólk segir Flosi að hann telji að svo megi vera innan eðlilegra marka. Bæjarfélögin eigi að bjóða umhverfi, umbun, virðingu fyrir starfsfólki og góð laun og keppa þannig um starfsfólk. Það eigi að vera best að vinna í Kópavogi til þess að þar verði áfram bestu leikskólarnir. Spurður hvort ekki sé hætta á því að allt besta fólkið safnist á einn stað ef farið verði út í samkeppni segir Flosi að það sé fullt til af frábæru fólki á sem vinni í leikskólageiranum. Það eigi að borga því um allt land gott kaup. Hann telji að sveitarfélögin verði að horfast í augu við þann vanda. Hann sé sjálfur í bæjarstjórn Kópavogs og reyni að vinna í þeim verkefnum sem séu þar og Kópavogur geti borgað meira kaup. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi vill samkeppni milli sveitarfélaganna um starfsfólk upp að vissu marki til þess að binda enda á það sem hann kallar láglaunastefnu í gegnum samninga Launanefndar sveitarfélaganna. Samfylkingin í Kópavogi efndi í gær til opins fundar um leikskólamál bæjarins en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur á fimmta tug starfsmanna sagt upp eftir áramót vegna óánægju með kjör sín. Þá hefur í allt haust gengið erfiðlega að manna allrar stöður á leikskólunum líkt og í nágrannasveitarfélögunum. Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir brýnt að leysa leikskólavandann sem fyrst og hann telur að tími heildarsamninga hjá L aunanefnd sveitarfélaga sé á enda. Hann segir launasamninga launanefndarinnar allherjarsamninga, bæði lágmarks- og hámarkssamninga. Hann sé þeirrar skoðunar að bæjarmeirihlutinn í Kópavogi hafi túlkað þá samninga eins þröngt og hann geti og borgi eins lítið kaup og hann komist af með miðað við samningana. Þá verði samningarnir í raun láglaunasamningar. Flosi telur að Kópavogur eigi að beita sér fyrir því að samningur launanefndarinnar verði rammasamningur og það megi borga hærra kaup eða umbuna starfsmönnum með öðrum hætti án þess að það sé brot á samningnum. Aðspurður hvort hann sé að leggja til að það verði samkeppni milli sveitarfélaganna um fólk segir Flosi að hann telji að svo megi vera innan eðlilegra marka. Bæjarfélögin eigi að bjóða umhverfi, umbun, virðingu fyrir starfsfólki og góð laun og keppa þannig um starfsfólk. Það eigi að vera best að vinna í Kópavogi til þess að þar verði áfram bestu leikskólarnir. Spurður hvort ekki sé hætta á því að allt besta fólkið safnist á einn stað ef farið verði út í samkeppni segir Flosi að það sé fullt til af frábæru fólki á sem vinni í leikskólageiranum. Það eigi að borga því um allt land gott kaup. Hann telji að sveitarfélögin verði að horfast í augu við þann vanda. Hann sé sjálfur í bæjarstjórn Kópavogs og reyni að vinna í þeim verkefnum sem séu þar og Kópavogur geti borgað meira kaup.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira