Sport

Kveður Arsenal með söknuði

Robert Pires á eftir að sakna Arsenal
Robert Pires á eftir að sakna Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Robert Pires, sem leikið hefur með Arsenal síðustu ár en hefur nú gengið til liðs við spænska liðið Villarreal, segist eiga eftir að sakna andrúmsloftsins hjá Arsenal.

"Það sem mér þótti vænst um var sú virðing sem var á milli leikmanna og stuðningsmanna á Englandi. Árin sex á Highbury voru ótrúleg og ég fékk fiðring í magann í hvert skipti sem ég steig inn á völlinn. Ég get ekki útskýrt það, en áhorfendurnir og stemmingin var ólýsanleg," sagði Pires og bætti við að það hefði tekið sig hálft ár að venjast enska boltanum á sínum tíma.

"Fyrsti leikur okkar eftir að ég kom var á móti Sunderland man ég. Arsene Wenger sagði mér að sitja bara á bekknum fyrsta leikinn og fylgjast með. Ég skildi ekki hvað hann var að meina, en þegar ég sá leikmenn andstæðingana sparka Patrick Vieira tvisvar niður með grófum hætti - sá ég hvernig hlutirnir eru hér á Englandi. Ég var mjög lengi að venjast þeim grófa og harða leik sem viðgengst hér," sagði Pires.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×